bjóða

Sögnin bjóða getur tekið með sér beint andlag (þf.) og óbeint andlag (þg.). Ég bauð henni (þg.) silung (þf.). Við buðum þeim (þg.) silunga (þf.). Þegar slíkum setningum er snúið yfir í þolmynd heldur þágufallið sér en þolfallið breytist í nefnifall: Henni (þg.) var boðinn silungur (nf.). Þeim (þg.) voru boðnir silungar (nf.).
Algengast er þó að sögnin bjóða standi eingöngu með óbeinu andlagi (þg.). Hann bauð mér í veisluna. Sú setning verður í þolmynd: mér var boðið í veisluna (af honum).  Samkvæmt þessu gengur tæpast að segja ég var boðin í veisluna.

Almennt um þolmynd.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki