Sögnin sæta stýrir þágufalli. Menn þurfa að sæta úrskurðinum. Hverju sætir þetta? Þeir sættu lagi. Það sætir undrum. Athuga að sögnin sæta með eignarfalli í orðasambandinu sæta færis er til orðið úr eldra sæta færi (líklega hefur orðasambandið neyta færis haft hér áhrif).