úthluta

Sögnin úthluta getur tekið með sér tvo þágufallsliði í germynd. Ríkið úthlutaði stöðinni rásum. Húsvörðurinn úthlutaði mér þessum skáp. Báðir liðirnir eiga að halda þágufallinu í þolmynd. Stöðinni var úthlutað rásum. Mér var úthlutað þessum skáp. Nokkrar fleiri sagnir geta tekið með sér tvo þágufallsliði: ansa, fórna, heita, hóta, játa, lofa, svara.

Almennt um þolmynd.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki