reka

Sögnin reka getur verið ópersónuleg og stendur þá með henni frumlag í þolfalli. Bátinn rekur stjórnlaust í rokinu. Mig rak í rogastans. Hana rekur minni til þess. Áhugaverða bók rak á fjörur mínar. Sögnin er þó oftast persónuleg. Hún rekur kýrnar. Þau reka matvöruverslun. Hver atburðurinn rak annan .
[:ópersónulegar sagnir:Nánar um ópersónulegar sagnir.]

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki