skilja

Sögnin skilja getur verið ópersónuleg og stendur þá með henni frumlag í þolfalli. Þar skilur (ekki: skilja) leiðir (þf.). Veginn skilur uppi á hæðinni. Sögnin er þó oftast persónuleg. Hann skilur mig ekki. Þau skildu börnin sem voru að fljúgast á. Þau skildu eftir tveggja ára hjónaband.
[:ópersónulegar sagnir:Nánar um ópersónulegar sagnir.]

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki