bera

Sögnin bera getur verið ópersónuleg og stendur þá annaðhvort með henni frumlag í þolfalli eða þágufalli.

1) Frumlag í þolfalli. Manninn bar af leið. Bílinn bar hratt yfir. Fréttina bar á góma. Fundinn ber upp á fimmtudag. Nokkra menn bar þar að. Kirkjuna bar við himin. Hólinn ber í hnjúkinn. Þar bar hæst ræðu formannsins. Umræðu um fátækt hefur ekki borið hátt undanfarið.

2) Frumlag í þágufalli. Honum ber að gera þetta. Þeim bar ekki saman. Mér ber þessi laun.
Sögnin er þó ekki síður notuð persónulega. Kýrin bar í gær. Við bárum kálfinn inn. Ég bar lakk á hurðina. Hann ber sig vel.

Nánar um ópersónulegar sagnir.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki