verða

Sögnin verða getur verið ópersónuleg og stendur þá með frumlagi í þágufalli. Honum varð litið út um gluggann. Þeim varð bilt við. Mér varð það á að tala af mér. Honum urðu á mistök. Sögnin er þó mun oftar notuð persónulega. Það verður kalt á morgun. Þú verður að læra heima.

Nánar um ópersónulegar sagnir.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki