virðast

Sögnin virðast getur verið ópersónuleg og stendur þá með frumlagi í þágufalli. Mér virðist þetta í lagi. Henni virtist dagarnir aldrei ætla að líða. Þeim virðist þetta létt. Okkur virðist bæjarbúar nískir. Sögnin getur líka verið persónuleg. Allt virðist með kyrrum kjörum. Þeir virtust þreyttir.

Nánar um ópersónulegar sagnir.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki