taka

Bæði er hægt að nota sögnina taka ópersónulega og persónulega. Þegar hún er notuð ópersónulega tekur hún með sér frumlag í þolfalli. Uppskurðinn tók fljótt af. Manninn tók út. Snjóinn tekur fljótt upp. Algengara er þó að nota sögnina persónulega. Ég tók út peninga. Þær tóku honum vel. Við tókum töskurnar.Togarinn (ekki: togarann) tók niðri.

Nánar um ópersónulegar sagnir.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki