varða (so.)

Sögnin varða er aldrei ópersónuleg heldur ávallt persónuleg. Eftirfarandi setningar eru þar engin undantekning: gagnrýnin varðar mig engu, málin varða þig miklu. Fornöfnin mig og þig eru andlög sagnarinnar en frumlögin eru nefnifallsmyndirnar gagnrýnin og málin.

Nánar um ópersónulegar sagnir.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki