starfsheiti

Starfsheiti koma á eftir nöfnum. Sigríður Sveinsdóttir prófessor (fremur en: prófessor Sigríður Sveinsdóttir); Karl Sigurbjörnsson biskup (fremur en: biskup Karl Sigurbjörnsson) o.s.frv. Rétt er að taka fram að fyrir kemur að nöfn eru höfð sem viðurlög með starfsheitum og geta þá staðið aftan við starfsheitin. Prófessor í Háskólanum, Sigríður Sveinsdóttir, segir… Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, segir … Hér eru nöfnin viðbót og setningarnar stæðust formlega án þeirra: Prófessor í Háskólanum segir… Biskup Íslands segir…

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki