heimill

Eins og önnur lýsingarorð getur heimill beygst með öðru fallorði, honum er einum heimil notkun kortsins (sambeyging orðanna heimill og notkun) eða staðið sérstætt (ávallt í hvorugkyni eintölu), honum er einum heimilt að nota kortið.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki