sjálfur

Í orðasambandinu að falla um sjálfan sig er orðið sjálfur ávallt í þolfalli (stjórnast af forsetningunni um), kyn og tala orðsins fer eftir því hvert frumlag setningarinnar er: Mótbárur hans féllu um sjálfar sig. Orðin féllu um sjálf sig. Þetta féll um sjálft sig.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki