vanhæfi / vanhæfni

Orðin vanhæfi og vanhæfni merkja ekki það sama.
Vanhæfi: það að vera ekki hæfur til einhvers skv. lögum eða reglum, sbr. t.d. II. kafla stjórnsýslulaga. Dómarinn varð að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis.
Vanhæfni: það að hafa ekki hæfileika til einhvers. Dómarinn sýndi vanhæfni í starfi.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki