mund / mundur

Bæði orðin mundur og mund geta haft merkinguna: tími. Þar sem mundur er karlkynsorð og mund kvenkyns- eða hvorugkynsorð koma allar eftirfarandi útgáfur til greina: í þann mund, í þá mund og í það mund. Einnig: í sama mund og í sömu mund. Kvenkynið er nú líklega sterkast, a.m.k. tíðkast ekki annað en kvenkyn í sambandinu: um þessar (þær) mundir.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki