björg

Orðið björg í orðasambandinu draga björg í bú er þolfall eintölu af kvenkynsnafnorðinu björg ekki þolfall fleirtölu af hvorugkynsnafnorðinu bjarg. Um er að ræða sama orð og kemur fyrir í orðasamböndunum geta enga björg sér veitt, bera sig eftir björginni, vera allar bjargir bannaðar.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki