angra / öngur / engja

Sögnin angra (sem merkir: hryggja, gera einhverjum til ama) er leidd af nafnorðinu angur (sem merkir: hryggð, sorg, iðrun) sem er skylt nafnorðinu öng (sem merkir: þrengsli, klípa), sbr. orðasambandið vera í öngum sínum (sem merkir: vera í vandræðum, vera hryggur). Til er lýsingarorðið öngur (sem m.a. merkir: þröngur) og af því eru leiddar samsetningarnar öngvegi (sem merkir: mjór stígur), öngvit (sem merkir: óvit, yfirlið), öngþveiti (sem merkir: þröng, ógöngur). Skyld þessum orðum er sögnin engja (sem merkir: þrengja, kreppa), sbr. orðasambandið engjast sundur og saman.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki