Mismunarþágufall

Þágufall mismunarins (eða mismunarþágufall) birtist:

1) Með miðstigi. Dæmi: hún er þremur árum eldri en hann, maturinn er miklu gómsætari núna.

2) Með forsetningunni of. Dæmi: hann er tveimur árum of ungur til að byrja í skóla.

3) Með forsetningunum fyrir og eftir. Dæmi: þau byrjuðu að lesa þremur dögum fyrir próf, einkunnirnar birtust einum mánuði eftir prófið, kofinn stóð tveim metrum fyrir ofan húsið, hengdu myndina hálfum metra fyrir neðan hina.

4) Með staðaratviksorðum sem enda á -an (auk orðanna til hliðar) ef þau standa á undan forsetningunni við. Dæmi: hlaðan stendur fjórum metrum sunnan við bæinn, hann stendur a.m.k. þremur metrum til hliðar við hópinn.

5) Með orðunum á undan og á eftir. Dæmi: hann lauk verkinu þremur dögum á undan áætlun, hún kom hálfum metra á eftir systur sinni í mark.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki