finnast / þykja / duga / bjóðast / svíða

Ópersónulegar sagnir, sem taka með sér frumlag í þágufalli og andlag í nefnifalli, hafa tilhneigingu til að standa í fleirtölu þegar andlagið er í fleirtölu: Mér finnast (3.p.ft.) kökur vondar. Mér svíða (3.p.ft.) gróusögur þeirra. Mér þykja (3.p.ft.) ávextir góðir. Mér duga (3.p.ft.) tvær brauðsneiðar. Mér bjóðast (3.p.ft.) mörg tilboð. Þó er ekki síður mælt með því að hafa sagnirnar í eintölu: Mér finnst kökur góðar. Mér svíður gróusögur þeirra. Mér þykir ávextir góðir. Mér dugir tvær brauðsneiðar. Mér býðst mörg tilboð.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki