álagning / álögur

Rétt er að gera greinarmun á orðunum álagning og álögur í sambandi við opinber gjöld. Orðið álagning merkir: það að leggja á. Álagning skatta, álagning útsvars, álagning opinberra gjalda. Orðið álögur merkir einfaldlega: opinber gjöld. Það er því rétt að hafa í huga að það er ekki álagningin sjálf sem gjaldfellur heldur álögurnar.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki