dóttir

án greinis með greini
eintala fleirtala eintala fleirtala
nf. dóttir dætur dóttirin dæturnar
þf. dóttur dætur dótturina dæturnar
þg. dóttur dætrum dótturinni dætrunum
ef. dóttur dætra dótturinnar dætranna

Orðið dóttir er eitt fárra orða sem beygjast á þennan hátt. Athuga vel beygingu þessa orðs; dæmi: Þau kölluðu á dóttur sína. Hún sat hjá dóttur sinni. Ég fékk lánaða húfu dóttur minnar.
(ekki: þau kölluðu á dóttir sína o.s.frv.).

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki