sökkva

1) Þegar sögnin sökkva er áhrifslaus, dæmi: ég sá hann sökkva til botns, beygist hún sterkt.
Kennimyndir: sökkva, sökk, sukkum, sokkið. Nt. sekk, vh. þt. sykki, sykkjum.

2) Þegar sögnin sökkva er áhrifssögn, dæmi: ég sá hann sökkva bátnum, hún sökkvir sér ofan í vinnu sína, beygist hún veikt.
Kennimyndir: sökkva, sökkti, sökkt. Nt. sökkvi.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki