fólk

Ekki er hægt að nota hvorugkynsmyndirnar hvert og hvort um hvorugkynsorð sem eru eintölubundin, t.d. fólk. Fólkið er hvað öðru vitlausara, fólkið lemur hvað annað, hveitið/kaffið er hvað öðru betra. Öðru máli gegnir um hvorugkynsorð sem hafa fleirtölu. Börnin hræddu hvert annað, börnin eru hvert öðru skemmtilegra.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki