vera

Þegar sagnfylling stendur með nafnhættinum að vera er hún höfð í nefnifalli.

Hann sagði honum að vera stilltur (ekki: stilltum).
Við viljum biðja þig að vera viðstaddur (ekki: viðstaddan).
Fordæmi hans er öllum hvatning til að vera kostgæfnir (ekki: kostgæfnum).
Hún neyddi sig til að vera róleg (ekki: rólega).

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki