til og með

Best fer á að nota þágufall á eftir orðasambandinu til og með, þau verða hér til og með föstudegi. Venjan er þó að nota orðasambandið helst með dagsetningum (til og með 27. júlí) en annars eitthvert annað orðalag, t.d. þau verða hér fram á föstudag.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki