sambeyging / sérnafn

Þegar á undan sérnafni, sem er eitt orð, fer samnafn til nánari skýringar fer venjulega best á að beygja sérnafnið líka: Fundur var haldinn vegna jarðarinnar Engihlíðar. Hann var í hljómsveitinni Sykurmolunum. Hún vinnur á veitingahúsinu Horninu. Ef sérnafnið er fleiryrt er sambeyging oft síðri kostur. Hann mælir með bókinni Vopnin kvödd (síður Vopnunum kvöddum).

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki