Borgarfjörður eystri

Algengast er að segja Borgarfjörður eystri og beygja þá annaðhvort lýsingarorðið eystri að fornri fyrirmynd (eystri, um eystra, frá eystra, til eystra) eða halda því óbeygðu í samræmi við nútímabeygingu. Það gengur líka að  segja Borgarfjörður eystra en þá er eystra staðaratviksorð.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki