fransk-íslenskur

karlkyn kvenkyn hvorugkyn
et. nf. fransk-íslenskur frönsk-íslensk franskt-íslenskt
þf. fransk-íslenskan fransk-íslenska franskt-íslenskt
þg. fransk-íslenskum fransk-íslenskri fransk-íslensku
ef. fransks-íslensks fransk-íslenskrar fransks-íslensks
ft. nf. fransk-íslenskir fransk-íslenskar frönsk-íslensk
þf. fransk-íslenska fransk-íslenskar frönsk-íslensk
þg. fransk-íslenskum fransk-íslenskum fransk-íslenskum
ef. fransk-íslenskra fransk-íslenskra fransk-íslenskra

Venjulega er þetta samsetta lýsingarorð beygt eins og hér sést. Það er ekkert að því að sleppa endingu á fyrri hluta orðsins að hluta eða öllu leyti til að gera samsetningarnar þjálli. Eins og sést hér fyrir ofan leiðir það þó vissulega til ósamræmis. Þetta er fransk-íslenskur veitingastaður með franskt-íslenskt eldhús. Þetta er frönsk-íslensk orðabók. Hún fletti upp í fransk-íslenskri orðabók. Hann vinnur á fransk-íslenskum veitingastað.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki