túrmerik

Kryddið turmeric eða curcuma nefnist á íslensku gullinrót en aðlagaður ritháttur á erlendu heitunum er túrmerik kk. og kúrkúma kv. Um er að ræða plöntu af engifersætt sem vex á Indlandi og víðar. Rótarstilkar eru notaðir, unnið er úr þeim litarduft sem er notað í karrí og fleiri kryddblöndur, t.d.í paprikuduft til að gefa lit.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki