faðir

án greinis með greini
eintala fleirtala eintala fleirtala
nf. faðir feður faðirinn feðurnir
þf. föður feður föðurinn feðurna
þg. föður feðrum föðurnum feðrunum
ef. föður feðra föðurins feðranna

Orðið faðir er eitt fárra orða sem beygjast á þennan hátt. Það veldur því að fólki hættir frekar til að beygja það ranglega. Eignarfall eintölu er t.d. ekki föðurs, með greini föðursins, eins og halda mætti út frá algengustu beygingarflokkunum heldur föður, með greini föðurins. Í nafni föðurins, sonarins og heilags anda.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki