ofan í / niður í / niðri í

Orðin ofan í og niður í, sem eru sömu merkingar, eru notuð um hreyfingu: þau létu sig síga niður/ofan í hellinn. Orðin niðri í eru notuð um dvöl á stað: þau héldu til niðri í hellinum. Samkvæmt þessu gengi ekki að segja þau héldu til ofan í hellinum sem er þó útbreidd málvenja.

Deila:
  • Senda á Facebook
  • Senda á Twitter
  • Senda tengil í tölvupósti
  • Prentvæn útgáfa
  • Setja síðu í bókamerki